Og áfram heldur franska þemað mitt. Ég hef verið að tileinka mér siði franskra kvenna en franskar konur eru þekktar fyrir látlausan farða og þægilegan en fallegan fatastíl.
Franskar konur leggja mikið upp úr umhirðu húðarinnar, hún er númer 1, 2 og 3 þegar kemur að förðun. Létt litað dagkrem, eða jafnvel enginn andlitsfarði, maskari og varalitur eða salvi .
Frönsk gæði frá 1976
Snyrtivörur frá L’Occitane eru algjörlega mínar uppáhalds vörur.
Núna var ég t.d. að klára 4 vikna húðumhirðu ferli frá L’Occitane – 28 day Divine Renewal Program úr Immortelle línunni sem ég hef lofað í hástert.
Uppistaða Immortelle línunnar er immortelle ilmkjarnaolía en hún inniheldur verulega háan stuðul sameinda sem hafa yngingar áhrif. Olían er náttúrulegt orkubúst fyrir húðina. Algjörlega ómissandi fyrir þreytta og gráa húð, sem gjarna plagar íslenskar konur eftir langan og dimman vetur. Skrefin eru fjögur en prógraminu fylgir skýr og upplýsandi bæklingur sem fer yfir aðferð hverrar viku fyrir sig.
Fyrsta Vika
Létt húðslípun. Losar húðina við fílapensla og dauðar húðfrumur. Pistasíu olía er notuð sem væg húðslípun með því að ýta undir náttúrulega húðendurnýjun. Ljómi húðarinnar eykst um 74% og yfirborð húðarinnar verður 80% jafnara.
Aðferð: 1. Þú tæmir hylkið í lófana og nuddar þeim saman til að hita hana upp. 2. Berð lófana að vitum þínum og andar olíunni þrisvar sinnum að þér. 3. Pressaðu fingurgómunum á hægra og vinstra viðbein þrisvar sinnum. 4. Nuddaðu olíunni svo hægt með hringlaga hreyfingum yfir andlitið. Byrjaðu á kinnum, farðu næst yfir á nef og síðan upp enni. Jafnaðu olíuna yfir enni og gagnaugu. Haltu svo áfram niður háls. Haltu olíunni frá augum.
Önnur vika
Raki og næring. Fjórar plöntuolíur í bland við citus (ekki citrus) olíu hjálpa til við að næra og styrkja nýjar húðfrumur. Húðin verður 86% nærðari og 89% mýkri.
Aðferð: 1. og 2. Þú framkvæmir það sama og í fyrsta og öðru skrefi í viku eitt. 3. Þú strýkur olíunni hægt með hringlaga hreyfingum um andlitið. Byrjar á hálsi og dreyfir olíunni frá hálsi upp kinnar og að lokum yfir enni. 4. Pressaðu lófum létt á háls og báðar hliðar andlits. Ýttu þar næst fingurgómunum létt á enni og gangaugu.
Þriðja vika
Jafnvægi. Hylki viku þrjú inniheldur myrtle blóm og rósmarín sem auka jafnvægi og heilsu húðarinnar og undirbýr yngingar áhrif fjórðu og síðustu vikunnar. Húðin sýnist 69% sterkari og ljómi hennar eykst um 83%.
Aðferð: Er sú sama og í viku eitt.
Fjórða Vika
Endurnýjun. Samblanda gulrótar, cypress (tegund fíngerðs grenis) og immortell olíu hafa yngingaráhrif og gefa húðinni ljóma og orkubúst. Húðin sýnist 89% mýkri og jafnari og 83% endurnýjuð.
Aðferð: Er sú sama og í viku tvö.
Ég hef áður notað olíur á andlitið en hef fljótlega hætt þar sem þær hafa vanalega ekki gengið nógu vel inn í húðina, fitan sest þá utan á andlitið og oft á tíðum myndast bólur.
Ég verð að segja að þessar olíur gera alveg hið gagnstæða. Þá ilma þær guðdómlega og hafa sefandi og róandi áhrif. Mér finnst t.d. æðislegt að nudda gagnaugun upp úr olíunni eins og mælt er með. Til að ná sem bestum árangri nota ég olíurnar á kvöldin fyrir svefninn. Á þeim tíma nær húðin að anda og er móttækilegri fyrir olíunum.
Þessu mánaðarferli mæli ég hiklaust með fyrir allar íslenskar konur. Virkilega góð fjárfesting.
Meira um þetta frábæra franska húðumhirðu prógramm í þessu myndskeiði frá L’Occitane.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=MLeLDMx4Mms[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.