Eins og fyrr segir hef ég verið að huga extra vel að húðinni undanfarið hálfa árið. Kornakrem, þurrburstun, gufa, sána, lyftingar, stinningarkrem, léttur farði og fleira gott.
Ég hef verið að prófa mig áfram með ýmsar vörur frá L’Occitaine eftir að hafa verið svo heppin að fá í kaupauka litlar útgáfur af fjórum frábærum vörum úr Immortelle línunni: Rakakrem, serum, andlitsvatn og farðahreinsi.
Ég fór að kynna mér línuna betur, innihaldsefni og fleiri vörur, og rak þá augun í rakagefandi andlitsúða, Precious Mist. Ég hef aldrei notað andlitsúða áður og er verulega ánægð með að hafa látið vaða.
Satt að segja var ég alls ekki viss með útkomuna; að úða yfir andlitsfarðann þar sem ég taldi að hann myndi leka. Sú var ekki raunin. Þvert á móti lagar úðinn og jafnar út farðann. Nú hef ég hann alltaf í töskunni minni tilbúnan til taks.
Þegar líða fer á vinnudaginn er verulega gott að geta lífgað upp á andlitið, gefa því extra búst og ljóma. Úðinn er nefnilega rakagefandi og ilmar mjög vel, er fínlegur og ferskur.
Ég held brúsanum í sirka 20 cm fjarlægð frá andlitinu, loka augum og spreyja í tvo til þrjá hringi yfir andlit og háls. Læt síðan húðina draga úðann í sig en dreifi honum aldrei yfir andlitið með fingrunum.
Samkvæmt umsögnum virkar hann vel hvort sem er yfir veturinn, þegar loft er þurrt, eða yfir heitan sumartímann.
Líkt og aðrar snyrtivörur í Immortelle línunni þá vinnur úðinn gegn öldrun húðarinnar þar sem hans helsta innihaldsefni er immortelle ilmkjarnaolía en hún er í raun náttúruleg sólarvörn í leiðinni. Þá inniheldur úðinn einnig hreinsandi efni úr baldursbrá.
Að geta endurnært húðina strax með einföldum ferskum úða er algjörlega frábært. Ég sem sagt nota hann þegar líða fer á daginn en að sjálfsögðu er líka hægt að nota hann sem hluta af húðumhirðunni fyrir svefninn og á morgnana.
[usr 5]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.