Nip+Fab er frægt merki í Hollývúddinni sjálfri og Hollýskúbbaranum finnst alls ekki slæmt að fá að prufa sömu vörur og stjörnurnar.
Meðal þeirra sem elska vörurnar frá Nip+Fab eru Jennifer Aniston og Gwyneth Paltrow, meira að segja drottningin sjálf Victoria Beckham segist nota vörurnar.
Ég er sem stendur að prufa þrjár vörur frá þeim og þær eru: Body slim fix, Tummy Fix og Glycolic Scrub Fix.
Body Slim Fix er gel og rakakrem sem stinnir og nærir líkamann, kremið má nota á allan kroppinn en best er að nota það á “vandamálasvæðin” eins og rassinn, læri og “bingóið” á upphandleggnum. Kremið er með grænu te sem örvar virknina í því, mér brá pínu fyrst þegar ég bar það á mig því húðin var öll rauð og flekkótt en það þýðir að kremið er að vinna sína vinnu, best er að setja það á sig eftir heita sturtu eða bað og það er borið á kroppinn með hringlaga hreyfingum.
Tummy Fix er eitthvað sem ég er MJÖG spennt fyrir, ég er með smá slit eftir meðgöngu-sem er svo sem allt í lagi en ef þetta hjálpar aðeins til við að minnka slitin eða “fegra” þau þá er ég alveg til í að gúddera það. Þetta gel er einnig borið á eftir heitt bað eða sturtu með hringlaga hreyfingum og áherslan er maginn og mjaðmirnar eða þar sem þú ert slitin, kremið hjálpar einnig til við að stinna magasvæðið.
Glycolic Scrub Fix er andlitshreinsir sem virkar!
Það eru gróf korn í kreminu og það þarf alls ekki að nota mikið af þessu kremi í einu, það er borið á rakt andlitið, því síðan nuddað á andlitið með hringlaga hreyfingum og síðan tekið af með rökum þvottapoka. Ég fann mikinn mun á andlitinu eftir notkun en persónulega finnst mér best þegar svona andlishreinsar eru með grófum og miklum kornum, þetta krem fjarlægir öll óhreinindi og gott betur, mundu bara að setja gott rakakrem á andlitið eftir notkun! Þetta krem er einungis fyrir andlitið en ekki augnsvæðið og því verður að passa að nudda því ekki mikið í kringum augun.
Hér er Facebook síða Nip+Fab á Íslandi.
Ég ætla að prufa þessar vörur aðeins lengur áður en ég get sagt hvort að kroppurinn stinnist og slitin minnka, fylgist með.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig