Þegar sumarið kemur yfir sæinn langar okkur yfirleitt að skarta okkar fegursta, springa út eins og blómin…
Það var því vel til fundið nú á vordögum að halda sérstaka kynningu á öflugri yngingarmeðferð sem heitir Dermatute – Metatherapy enda var það eins og við manninn mælt, salurinn fylltist af forvitnum íslenskum snyrtifræðingum.
Til landsins kom Saskia, sérlegur fulltrúi Dermatude frá Hollandi og kynnti yngingarmeðferðina á skemmtilegu kvöldi á Nauthóli en meðfylgjandi myndir voru teknar þar.
Eins og sjá má mætti sjálf ísdrottningin Ásdís Rán ásamt Evu Dögg Sigurgeirsdóttur á Tíska.is og fleiri flottum konum úr bjútíbransanum.
Boðið var upp á veitingar og mikið var spjallað enda á hér að vera um byltingarkennda nýjug að ræða sem kemur í staðinn fyrir fegrunarskurðaðgerðir.
Guðrún Halldórs bloggari hér á Pjatt.is ætlar með tímanum að leiða okkur í sannleikann um það hvernig Dermatude virkar og hvað það gerir fyrir pjattrófur en hér má sjá flottar myndir frá þessu kvöldi.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.