Það er fátt meira pirrandi og leiðinlegt en að fá eina djúsí bólu á nefið rétt fyrir partíið eða einhvern skemmtilegan viðburð þar sem maður vill líta sem best út…
…enn leiðinlegra er að vera unglingur og frá nokkrar vænar og djúsí bólur á andlitið og ráða hreinlega ekkert við húðina. Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð (sum eru meira ‘basic’ en önnur) fyrir þá sem eru í veseni með húðina, hvort sem það eru bólur eða fílapenslar sem eru til vandræða.
1. EKKI kreista…
…káfa á eða klípa í bólur. Það gerir þær aðeins rauðari og bólgnari og þá áttu líka á hættu á fá ör! Það viljum við ekki! Notaðu frekar góðan hyljara ef bólan er alveg að gera þig brjálaða.
2. Hreinsaðu húðina! Lágmark er tvisvar á dag.
Þegar þú vaknar þá viltu taka burtu alla fitu af húðinni og setja á hana gott rakakrem. Og á kvöldin villtu gera það sama, aðallega ef þú hefur verið með meik eða púður yfir daginn. Svo getur þú notað skrúbb einu sinni í viku til að taka burt allar dauðar húðfrumur og gera húðina mjúka og ferska.
3. Vandaðu valið þegar kemur að snyrtivörum.
Reyndu að kaupa ‘oil free’ farða, þá áttu minni hættu á að svitaholur stíflist og húðin verði glansandi og feit yfir daginn.
4. Vandaðu valið einnig þegar kemur að hreinsivörum.
Ég mæli með vörunum frá Clean & Clear en þær eru sérstaklega hannaðar fyrir óhreina og viðkvæma húð.
5. VATN!!!
Drekktu eins mikið vatn og þú getur yfir daginn og slepptu öllum sætum drykkjum nema þú viljir rækta bóluna yfir í kýli.
6. Sól og ferskt loft…
…hjálpar til. Þeir sem hafa átt við bóluvandamál að stríða hafa eflaust tekið eftir því að í sól og góðu veðri verður húðin oft skárri.
7. Minnkaðu stress og forðastu koffín.
Stresshormón getur farið illa í húðina og koffín eykur framleiðslu stresshormóna. Því skaltu forðast kaffi og örvandi orkudrykki.
Prófaðu að fylgja þessari bólu-biblíu í að minnsta kosti viku og athugaðu hvort að þú sjáir ekki einhvern mun. Líklegast sérðu hann strax5 eftir nokkra daga!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.