Við erum allar með misjafna húð en þessi misserin þykir ekkert eftirsóknarverðara en falleg, geislandi og björt áferð húðarinnar.
Þetta kostar þó allt smá fyrirhöfn en hér eru nokkur góð ráð:
1.
Notaðu kornaskrúbb á kvöldin svo að nýburstuð húðin blasi ekki við sólargeislum á morgnanna.
2.
Settu vörurnar á þig í réttri röð miðað við hvað þær eru þykkar: Fyrst serum, svo rakakrem, svo sólarvörn (ef rakakremið inniheldur ekki góða sólarvörn). Þetta þarftu að gera til að húðin nái að draga allt í sig.
3.
Búðu til ‘body wrap’ með því að bera á þig fullt af ‘body lotion’ eftir baðið og fara svo í slopp. Sloppurinn iljar líkamanum og við það á rakinn greiðari leið inn í húðina.
4.
Annastu blandaða húð með því að nota hreinsandi maska á T-svæðið og rakakrem þar sem húðin þarf á raka að halda.
5.
Prófaðu að nota Penzim á húðina í andlitnu fyrir svefninn. Þvoðu þér fyrst og notaðu kornaskrúbb en berðu svo Penzim vel inn í húðina. Þarft aðeins nokkra dropa.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.