Það er engin furða að hrúturinn sé eldsmerki (21. mars – 19. apríl) því tími hrútsins er byrjun vors sem er tími framkvæmda og drifkrafts.
Hrúturinn er sko ekki þekktur fyrir að bíða eftir því að hlutirnir gerist enda þolinmæði ekki til í hans orðaforða.
Hann er orkumikill og ákveðinn. Bókstaflega geysist áfram og þarf alltaf að vera að. Hrúturinn neitar því kannski en hann býr vissulega yfir keppnisanda. Hann vill bara einfaldlega vera bestur.
Fljótur upp en fljótur niður
Í samskiptum þínum við hrútinn þarftu að gera þér grein fyrir því að hann er fljótur upp en fljótur niður. Ekkert vera að kippa þér upp við það ef hrúturinn tekur allt í einu reiðiskast. Hann er skapstór og veigar sér ekki frá því að segja sína meiningu en aftur á móti er einn af kostum hans hversu fljótur hann róast og svo er hann engan veginn langrækinn.
Er ekki að fara að sleppa vinnudegi út af kvefi
Flensur og almenn veikindi sem myndu venjulega leggja okkur í bólið snertir ekki hrútinn, það bítur bara ekkert á hann. Hann er ekkert að fara að missa úr degi vegna hita, hausverks eða kvefs. Aftur á móti leiða alvarleg veikindi hann út í þunglyndi ef þau hefta getu hans til að vera á ferðinni og framkvæma hluti.
Hrúturinn er ekkert að dvelja við fortíðina og er því yfirleitt laus við allar sálarflækjur. Hann sér engan tilgang í að velta sér upp úr eða greina nánar hluti sem hafa farið miður svo er hann líka of upptekinn til að hafa áhyggjur.
Kæri hrútur umfram allt þarftu að hreyfa þig til að halda heilsu. Þá mæli ég með hröðum æfingum sem bjóða upp á átök því við vitum bæði að ef það er ekkert “fútt” í þessu þá ferð þér að leiðast.
Lífsstíll milljónamæringsins heillar
Hrúturinn er líklegur til að stofna fyrirtæki vegna þess að hann er í eðli sínu frumkvöðull en hann er ekki langhlaupari aðallega vegna skorts á þolinmæði. Um leið og “aktsjónið” við að standa í að stofna fyrirtæki er búið og fyrirtækið komið í góðan farveg þá fer honum að leiðast og langa að leita á önnur mið.
Lífstíll milljónarmærings heillar hrútinn en samt sem áður leiðast honum peningar. Því er hann líklegri til að verða ríkur á einni nóttu vegna tækifæris sem hann grípur í stað þess að hagnast á verkefni sem hann hefur unnið að í langan tíma. Kæri hrútur hér eru ábendingar til þín sem gætu stuðlað að fjárhagslegri velgengni.
- Opnaðu skyndibitastað sem er fyrst og fremst þekktur fyrir hraða afgreiðslu. Þú munt að sjálfsögðu sjá um að kenna starfsmönnum þínum til verka.
- Settu ekki nema 10 kr. í krukku í hvert sinn sem þú blótar í umferðinni.
- Láttu einhvern segja þér að það sé enginn möguleiki á að þú getir þénað meira en Bill Gates.
- Finndu út hvað það tekur langan tíma að græða milljón og gerðu það á helmingi skemmri tíma.
Til að vinna ástir hrútsins þarftu að sleppa allri feimni, daðra við hann og koma þér strax að efninu.
Ekki væla, hrúturinn hefur engan tíma fyrir veiklynt fólk. Einnig þarftu að láta tepruskap lönd og leið þegar kemur að því að ræða kynlíf því hrúturinn er frekar blátt áfram í þeim efnum og mjög hreinskilinn.
FRÆGIR HRÚTAR
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.