Þann 17. júní næstkomandi á Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga mun vera haldið Mikka Mús hlaup en þá þar gefst fjölskyldunni tækifæri á að koma saman og hlaupa og mun allur ágóði renna til Blindra Barna á Íslandi.
Hlaupavegalengdin er 4.2 km og er lagt af stað frá Laugardalnum í Reykjavík og hefst upphitun klukkan 10:30, hlaupið sjálft er ræst klukkan 11:00 en markmiðið með verkefninu er að hvetja fjölskylduna til að hreyfa sig saman og stunda heilbrigða útivist.
Allir þátttakendur eru tímamældir og veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum aldursflokkum. Forskráning er á vefnum hlaup.is og líkur skráningu 15. júní en hlaupagögn eru afhent í eftirfarandi útibúum Arionbanka 13. – 15. júní:
Höfðaútibú, Stórhöfða
Smáraútibú, Smáratorgi
Aðalútibú, Laugavegi 120 (Hjá Hlemmi)
Kringluútibú, Kringlunni
Hafnarfirði, Fjarðagötu 12
Hvernig væri að brjóta upp hefðina í ár og hreyfa sig saman í stað þess að japla á sætindum niður í bæ, styrkja gott málefni og búa til skemmtilega minningu í fjölskyldualbúmið? Góð hugmynd!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.