Ég var að vafra á netinu og rakst á þennan fyndna en jafnframt nauðsynlega pistil um 6 hluti sem konur eiga EKKI að gera í ræktinni!
1. Ekki kjafta stanslaust
Þú komst ekki til að slúðra, tala um daginn þinn eða kjafta í símann er það? Þú komst til að taka á því. Ekki gera æfingar með hangandi hendi á meðan þú rabbar við vinkonu þína. Berðu virðingu fyrir fólkinu í kringum þig sem sem eru að bíða eftir tækinu sem þú ert að nota. Það er flott mál að eiga æfingafélaga en geymdu kjaftaganginn þangað til í búningsklefanum. Skildu símann eftir í skápnum!
2. Ekki vera eltihrellir
Það er sorglegt að sjá konur elta mennina sína/kærasta eða heita gaurinn sem þær eru að vonast til að ná í. Þið eruð ekki bara að trufla þá við æfingar sínar heldur ekki að gera neitt af viti eins og að æfa sjálfar á meðan. Að fara með maka sínum í ræktina er fínt, en þið eruð þarna bæði til að æfa og styðja hvort annað í því, ekki til að eiga rómantískar stundir eða standa yfir hvort öðru eins barnapíur.
3. Ekki hafa áhyggjur af útlitinu
Þó þú viljir líta vel út þá er ræktin ekki staðurinn til að vera stríðsmáluð með lagt hárið. Þið eruð þarna til að æfa og því fylgir roði, sviti og tár. Það er ekkert kjánalegra en konur/stelpur sem horfa stöðugt í spegilinn til að vera vissar um að maskarinn og hárið sé á sínum stað. Einbeitið ykkur frekar að æfingunum, að gera þær rétt og fá sem mest út úr þeim, þið eruð hvort eð er ekki að fara heilla strákana með því að vera krúttlegar og pósa með stút á munni fyrir framan speglana eða gera æfingar eins og þið séuð í tónlistarvideó-i.
4. Brennslu-þráhyggja
Ekki fara í ræktina til þess eins að þræla ykkur út á hlaupabrettinu/hjólinu eða stigtækinu í klukkutíma. Þetta snýst ekki um brennslu og einhæfar hreyfingar. Fyrir utan hvað það er hryllilega leiðinlegt þá munið þið ekki sjá þann árangur sem þið viljið nema æfa á fjölbreyttan hátt, lyfta og breyta um æfingakerfi reglulega.
5. Viðeigandi klæðnaður
Hugsið fyrst og fremst um þægindin í ræktinni. Ekki vera í of þröngum fötum, of miklu eða litlu. Gerðu öðrum greiða að vera ekki í efnislitlum “kynæsandi” klæðnaði, ræktin er ekki staðurinn fyrir þessháttar athygli og trúið mér: ef glápt er á þig þá er það mjög líklega ekki vegna þess að viðkomandi finnst þú “heit” heldur vegna þess að þeim finnst þú drusluleg. Íþróttabrjóstahaldari og stuttbuxur eitt saman, er aldrei viðeigandi klæðnaður, sama hvernig þú ert vaxin.
6. Biddu um hjálp
Að horfa á aðra æfa og herma eftir þeim er ekki rétta leiðin til að finna sér æfingakerfi. Biddu um aðstoð, fáðu kennslu og æfingaplan hjá þjálfara, til þess eru þeir. Mismunandi æfingakerfi og áherslur henta hverjum og einum og þú skalt fá fagaðila til að hanna æfingakerfi sem hjálpar þér að ná bestum árangri.
Koma svo stelpur, komið í ræktina, takið á því og hafið gaman af!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.