Þessi er góður. Mjög góður!
Í þennan stórfína föstudagskokteil þarf eftirfarandi:
Hristara
Klaka
3 stykki jarðaber
Hálfa sítrónu
1 matskeið af sýrópi
Vodka – góða skvettu.
Sprite (Zero auðvitað)
Til að byrja með eru jarðaberin skorin í sneiðar og þeim hent í hristarann. Sýrópið fer svo þar saman við. Þessu er þjappað vel saman ofan í hristaranum – ég notaði skaft á trésleif í þær framkvæmdir.
Sítrónan er kreist út í og vodkanu sjússað saman við. Ekki gleyma vodkanu. Alls ekki. Þetta er svo hrist saman í mínútu eða svo.
Áfengisblandan fer í glas – magn eftir smekk.
Að lokum er fyllt upp í glasið með Sprite.
Ah, bráðnauðsynlegt á föstudegi!
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.