Það getur verið flókið mál að fæðast kona inn í þennan heim en svo er alltaf til fólk sem hugsar í lausnum. Ljósmyndarinn Jill Peters tók þessar mögnuðu myndir í fjallahéruðum Albanínu af konum sem hafa alla tíð lifað sem karlmenn.
Sem ungar konur svóru þær þess eið að lifa ævina á enda án þess að lifa kynlífi og um leið gengu þær inn í kyngervi karlmanna til þess að geta notið sömu fríðinda og þeir og forðast að verða fórnarlömb ömurlegra hefða sem ríktu í landinu fyrir ekki meira en 40-50 árum.
Samkvæmt hefð máttu konur ekki kjósa, keyra, byrja með fyrirtæki, afla sér tekna, drekka, reykja, blóta , eiga byssu eða ganga í buxum. Ungar stúlkur voru jafnframt gefnar í hjónabönd til manna sem bjuggu langt frá fjölskyldum þeirra og voru jafnvel mikið, mikið eldri. Til að komast hjá því að eyða ævinni við slíka frelsiskerðingu völdu þær að gerast “burneshas” en það kallast þessar konur sem velja skírlífi og gerast “karlmenn” í stað þess að lifa sem ófrjálsar konur.
Um leið og kona var orðin burnesha gat hún notið allra sömu réttinda og karlar en til að ballið gæti byrjað þurfti hún að klippa hárið, byrja að ganga í karlmannsfötum og jafnvel breyta nafni sínu. Svo voru karlataktarnir æfðir þar til þeir urðu konunum eðlislægir en það allra mikilvægasta var þó skírlífsheitið.
Þó stöku stúlka ákveði enn að gerast karl í Albaníu fer þessi merkilegi siður hverfandi þar sem nútíma lifnaðarhættir dreifa sér hratt upp í fjallahéruðin og gamlir siðir deyja smátt og smátt út. Aðeins nokkrar “hreinar meyjar” búa nú í fjöllunum og þessvegna vildi ljósmyndarinn ná af þeim portrett myndum áður en siðurinn lognast endanlega út af.
Hún segist hafa lært margt á þessari reynslu, meðal annars kom það henni á óvart að Burrnesha konurnar njóta mikillar virðingar í sínum samfélögum, búi yfir gríðarlegum styrk og stolti og setji fjölskylduheiðurinn ofar öllum öðrum gildum.
Mesta furða fannst henni þó að ekki ein einasta kona virðist sjá eftir ákvörðun sinni um að gerast ‘karl’ og lifa skírlífi ævina á enda.
Gersamlega magnaðar myndir sem ég hvet þig til að skoða.
Hvet þig líka til að kíkja á pistil sem ég skrifaði um Afganistan um daginn – stórmerkilegur heimur!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.