Allar vitum við að til að öðlast fallega húð þarf að hugsa vel um hana.
Það er hægt að tönglast endalaust á nokkrum grundvallar atriðum varðandi umhirðu húðarinnar: Drekktu vatn, sofðu vel, ekki reykja, borðaðu hollt og svo framvegis.
Þetta eru engar fréttir og heldur engin geimvísindi. Sjálf hef ég prufað allskonar hreinsivörur í gegnum tíðina og er ófeimin við að breyta til. En eitt er það sem ég hef keypt reglulega í mörg ár og er ekkert að fara að taka af innkaupalistanum – Kanebo Sensai Sponge Chief klúturinn.
Áður en ég kynntist þessum klút notaði ég bara þvottapoka eða bómullarskífur þegar ég hreinsaði húðina, sem var bara allt í góðu. En klúturinn hreinsar húðina mikið betur.
Ég hef meira að segja prufað að þrífa húðina með þvottapoka og nota svo klútinn á eftir, bara svona til að tékka, og ég hafði augljóslega ekki hreinsað húðina nógu vel með þvottapokanum. Klúturinn þrífur húðina bara miklu betur.
Klúturinn kemur í litlu veski og er pínu rakur þegar þú kaupir hann. En þú bleytir hann áður en þú skolar hreinsivörurnar framan úr þér og skolar hann svo vel. Þegar að hann þornar verður hann harður, en mýkist upp þegar að þú bleytir hann aftur.
Mér finnst klúturinn algert æði og mæli eindregið með því að þú tékkir á honum. Þú átt pottþétt eftir að finna muninn.
Guðrún Hulda er flugfreyja sem hefur stundað nám við félagsfræði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún er fagurkeri og nautnaseggur sem hefur gaman af öllu því sem gleður augað, eyrað, kroppinn, andann og sálina. Guðrún er vog.