Gayot vefurinn velur Hótel Rangá sem eitt af bestu fjarlægu hótelum heims
New York vefurinn Gayot.com hefur sett Hótel Rangá í eitt af topp tíu sætunum yfir bestu fjarlægu hótel heimsins. Að sögn vefsins er hótelið fallega staðsett í miðri náttúru Íslands þar sem hægt sé að fara í skoðunarferð til Heklu eða horfa á norðurljósin á meðan maður situr í heitum potti utandyra.
Veitingastaður hótelsins fær afar góða einkunn fyrir nútímalega skandínavíska matreiðslu þar sem meðal annars er boðið upp á hreindýr, gæs og íslenskan humar auk þess sem vínlistinn sé afar metnaðarfullur.
Auðvitað á þetta að vera valkostur fyrir Íslendinga líka! Um að gera að skella sér yfir helgi með vinum, fjölskyldu eða maka og hafa það huggulegt.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.