Það er alveg á hreinu á tískan breytist stögugt hvort sem það er í fatnaði, hári eða förðun. Það sem er heitt í dag er kalt á morgun og svo framvegis. Ég fór aðeins yfir stöðuna…
Mattar 90’ varir
Já, það er allt 90′ eins og staðan er í dag. Mér finnst þetta förðunartrend mjög cool
Náttúrulegar augabrúnir
Augabrúnir í eðlilegum lit eru lang fallegastar. Ég held að flest allir förðunarfræðingar séu komnir með nóg af dökku lituðu auabrúnunum sem margar konur vilja hafa.
‘’Wispy’’ augnhár
Áherslan er á augunum um þessar mundir. Hvað er þá betra en falleg augnhár ?
Fallegur Eyeliner
Eyeliner í allskyns útfærslum er heitur eins og staðan er í dag. Það kemur rosalega vel út að setja þunnan eða þykkan eyeliner við aughárin og toppa svo förðunina með fallegum gerviaugnhárum
Naglalökk í dökkum og hráum tónum
Svartir, gráir, vínrauðir, brúnir, metal tónar í naglalökkunum verða heitir í vetur
Kim kardashian skyggingin
Of ýktar og miklar skyggingar eru ekki málið. Þetta trend er náttúruega orðið eitt það þreyttasta.
Of dökkar litaðar augabrúnir
Eins og ég nefndi áðan eru augabrúnir í eðlilegum lit fallegastar. Það gerir okkur eldri að lita augabrúnirnar dökkar, svo verður útkomnan oft frekar furðuleg.
Sanseruð sólarpúður
Margir förðunarfræðingar eru orðnir langþreyttir sanseruðum á sólarpúðrum. Það virðist vera að sanseruð sólarpúður seljist samt sem áður vel til almennings, þar sem úrvalið af sanseruðum sólarpúðrum er oft betra en úrvalið af möttum sólarpúðrum. Það er ekkert fallegt að vera öll í glimmeri í andlitinu eftir sólarpúður, sérstaklega ekki í dagsbirtu.
Of dökkir og of ljósir varalitir
Persónulega finnst mér of dökkir varalitir ekki gera neitt fyrir konur, nema gera þær eldri og þegar konur eru með of ljósa varaliti finnst mér eins og þær séu ekki á lífi.
Skær naglalökk
Skær naglalökk er eitthvað sem tilheyrir sumrinu. Nú erum við í dökkum litum og dumbrauðum.
Þrátt fyrir að ég sé búin að fara yfir þessi trend með ykkur er samt sem áður mikilvægt að hafa í huga að verða ekki að þræl tískunnar.
Finndu þinn persónulega stíl, stattu með honum og blandaðu svo trendum við eftir því sem þér þykir fallegast. Að vera þræll tískunnar finnst mér skortur á persónuleika og persónulegum stíl.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com