Nú er Hönnunarmars liðinn og margt var um dýrðir á þessarri frábæru hönnunarhátíð eins og síðastliðin 2 ár.
Marsinn þjófstartaði síðasta miðvikudag þegar Hönnunarstyrkir Auroru sjóðsins voru veittir við skemmtilega hádegis-athöfn.
Þeir framúrskarandi hönnuðir sem hlutu styrkinn þetta árið voru Bóas Kristjánsson aðalhönnuður 8045, Sruli Recht, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í vor. Arkítektarstofan KRADS með verkefni sitt PLAYTIME sem er stórsniðugt LEGO-kubbaverkefni sem mátti prófa í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars.
Einnig fengu verðlaunin hópur sem samanstanda af þeim Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Katarina Lötzsch og Robert Peterssen með matarhönnunarverkefnið „Pantið áhrifin“, hugmyndafræðilegur veitingastaður þar sem upplifun, fræðsla og umhverfisvitund fara saman.
Síðast en ekki síst styrkti Hönnunarsjóðurinn í fyrsta skipti Anton Kaldal, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Farestveit með rannsóknarverkefni sem kafar djúpt í uppruna, sögu, og þróun bókstafsins „ð”, sem er þýðingarmikill hluti af þjóðararfi Íslendinga og afrakstur þessa verkefnis mun koma út í bók.
Hægt var að sjá verk flestra þessara ágætu hönnuða á Hönnunarmars en hérna sérðu nokkrar myndir.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.