Nú í dag er annar dagur HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival og þær fréttir voru að berast að dagpassar á RFF væru uppseldir. Það er þó ekki öll von úti fyrir tískuunnendur sem eru í seinna lagi að næla sér í miða, því enn eru örfáir miðar til á stakar sýningar.
Í gær var Reykjavík Fashion Festival formlega sett af sjálfun forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni á SKÝ bar.
_____
Ég byrjaði þessa tískuhelgi á því að líta við á Ísafold bar þar sem Trendnet og Coca Cola Light stóðu fyrir tískusýningu og kokteilboði. Mínar myndir voru heldur betur úr fókus svo ég fékk hér tvær að láni frá Trendnet til að deila:
Skemmtileg tískusýning – skemmtilegt boð!
_____
Í kvöld mun Hildur Yeoman sýna nýjustu fatalínu sína, Yulia, í Hafnarhúsinu kl. 21:00. Þessi nýja lína hennar er sprottin út frá sögu Yeoman fjölskyldunnar. Langamma Hildar, Yulia, var húsmóðir í New Jersey sem stakk af frá fjölskyldu sinni til að ferðast um Bandaríkin í félagsskap utangarðsmanna á mótorhjólum. Frelsi einstaklingsins til að hafna borgarlegum lífsgildum er grunnþema sýningarinnar, segir á facebook síðu viðburðarins sem sjá má hér.
[vimeo]http://vimeo.com/88440171[/vimeo]
Þetta verður án efa forvitnileg sýning, enda Hildur þekkt fyrir einstaka hönnun sína!
_____
En annars er hápunktur helgarinnar á morgun, tískusýningar átta íslenskra hönnuða. Ég verð mætt galvösk í Hörpu í fyrramálið og mun fylgjast spennt með öllum tískusýningum dagsins. Ég mun segja frá sýningunum hér á Pjattinu sem fyrst. Ef þú vilt fylgjast með því sem fram fer í Hörpu á morgun er þér velkomið að finna mig á instagram: @eydishalldorsdottir. Ég mun vera virk þar.
Sjáumst vonandi sem flest í Hörpu á morgun! Eigið góða tískuhelgi!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com