HönnunarMars hefst formlega á morgun, fimmtudag og stendur yfir fram á sunnudag. Líkt og undanfarin ár hefst HönnunarMars á fyrirlestrardegi þar sem úrvalslið hönnuða og arkitekta flytja erindi.
Í ár eru þjóðþekkt nöfn á lista fyrirlesara, sá þekktasti líklega fatahönnuðurinn Calvin Klein en hann mun stíga síðastur á stokk kl. 15:00. Fleiri spennandi einstaklingar sem flytja erindi sitt eru:
Robert Wong frá Google
Mikael Schiller frá Acne Studios
Marco Steinberg frá Helsinki Design Lab
Kathryn Firth frá London Legacy Development Corporation
Fyrir áhugasama byrjar dagskráin kl. 9:30 í Silfurbergi í Hörpu í fyrramálið, dagskránna má sjá í heild sinni inná heimasíðu HönnunarMars. Það styttist óðum í viðburðinn og því fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þennan glæsilega og einstaka viðburð – miða má nálgast á harpa.is
Góða skemmtun á HönnunarMars!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com