Í gær fór fram tískusýning í Hafnarhúsinu en það voru fatahönnunarfyrirtækin Andersen & Lauth og Farmers Market sem að sýndu í tengslum við Hönnunarmars…
…Tískusýningin var haldin í portinu á Hafnahúsinu sem er tilvalin staðsetning fyrir tískusýningar og var umgjörðin mjög flott.
Það var einstaklega gaman að sjá þessi tvö merki spila saman en Andersen & Lauth er þekkt fyrir ævintýralegar pínu glamúr flíkur á meðan Farmers Market er með svolítið íslenskan sveitafíling í sér. Flott samspil þar sem til dæmis pallíettupils og ullarpeysur spiluðu saman. Hárið og makeupið var einnig flott og mjög viðeigandi, rómantískt og fallegt.
Áhorfendur gátu svo notið lifandi tónlistar á meðan þeir horfðu á fallega hönnun. Rómó rómó!
(ég smellti af nokkrum myndum en bið þig að taka viljann fyrir verkið og afsaka mynd ‘gæðin’).
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.