Á föstudaginn stóð 66°Norður fyrir” Sub-Zero Couture” tískusýningu í samvinnu við nokkra hönnuði: Mundi, Volki, KronKron, Vík Prjónsdóttir, Farmers Market og Helga Sólrún.
Sýningin var á pöllum í lóninu sjálfu og gestir fengu að njóta þess að vera ofan í hlýju vatninu í rigningu og roki sem dundi á fyrirsætunum. Praktísk en jafnframt flott hönnun 66°N blandaðist skemmtilega saman við margt það besta úr íslenskri fatahönnun.
Íslenskri tísku, Bláa lóninu, Dj Margeir og Daníel Ágúst úr GusGus tókst í samvinnu við íslenska veðrið að skapa frábæra upplifun og vorum við Pjattrófur ekki minna hrifnar en erlendu blaðamennirnir og gestir lónsins, sem voru margir frá sér numdir.
Sannarlega vel heppnuð uppákoma sem sýndi allt það besta frá Íslandi.
Myndirnar tók Díana Bjarnadóttir
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.