Nú fyrir jólin kom á markað sérlega skemmtileg rúmfatalína frá LÍN Design en í ár eru það íslensku villtu dýrin sem prýða þessi góðu rúmföt.
Eins og alltaf hjá LÍN er öll hönnun unnin á Íslandi en íslenska náttúran er innblástur eins og svo oft áður.
“Við ákváðum að nefna þessa vörulínu Hin dýrin því uppistaðan eru villt íslensk dýr eins og hreindýr, krummi, örn, fálki, fiðrildin og fleiri. Að kalla þessa línu villtu dýrin fannst okkur ekki nógu lýsandi því það lýsir frekar erlendum dýrum,” segir Helga María Bragadóttir yfirhönnuður og einn eigenda LÍN Design en hún leggur sérstaka áherslu á að velja vandaða bómull í sængurfötin.
“Á undanförnum árum höfum við mest unnið með Pima bómull. Þessi bómullartengund er einstaklega mjúk og endingargóð. Við finnum að viðskiptavinir okkar eru ánægðir með gæðin. Á síðustu árum höfum við haldið áfram að auka gæðin með því að fjölda þráða í efninu og erum við alls ekki hætt. Með því að hanna hér á Íslandi og velja efnið beint þá getum við boðið vandaðar bómullarvörur á hagstæðu verði. Það er gríðarlega mikilvægt,” segir Helga.
Frá LÍN Design koma jafnframt margar nýjar jólavörur í ár og þegar eru fyrirspurnir farnar að berast sem bendir til þess að jólabörnin eru ekki að tafsa við þetta.
Það er bara gott enda frábært að geta setið heima í eldhúsi, pantað jólagjafir til sín eða annara í gegnum netið og fengið svo sent heim fyrir jól.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.