Hinn flotti arkitekt Minas Kosmidis hannaði RE barinn á dögunum en barinn er í Thessaloniki í Grikklandi.
Staðurinn er einungis um 65 fermetrar á stærð, þrír metrar á breidd og tólf metrar á lengd. Má eiginlega líkja honum við langan ofur svalan strætó sem er tilbúinn í ferð inn í fortíðina… samt með nútímalegu yfirbragði.
Hver sentimetri er úthugsaður, hvort sem það er gólf, veggir eða loft. Veggirnir fá mismunandi skraut eins og regnbogaflísar, tilvísanir frá Andy Warhol, mynd af James Bond í öllu sínu veldi og ofurstór og flott mynd af Bítlunum príðir vegginn hjá stiganum upp á efri hæðina.
Á stólasvæðinu eru stólar og sérsmíðaður sófi. Sófinn fær nokkuð skemmtilegt útlit með mismunandi formum og litum sem gjörsamlega passar eins og flís við rass þarna inni. Fyrir ofan sófann eru þrívíddarmyndir, gamlir hlutir í glerkössum og myndir sem búið er að raða upp á skemmtilegan hátt.
Innst á barnum er staður tileinkaður leikjum, tónlist og þekkingu. Bækur, grínblöðum og plötum er stillt upp á flottar hillur. Á bakvið hillurnar er hvítur múrveggur með einni af þekktustu setningu Pink Floyd “Another brick on the wall”.
Baðherbergið príðir Andy Warhol og hans flotta súpuverk en uppstillingin og útkoman er bara flott! Ef þetta er ekki einn sá svalast bar sem ég hef séð – þokkalega smart útkoma – eflaust bara gaman að kíkja þarna við.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.