Þessi skemmtilega vængjaða ljósakróna er hönnuð af hollenska snillingnum Tord Boontje en ljósið heitir ICARUS.
Hönnunin á að endurspegla löngun mannsins til að geta flogið. Við könnumst jú öll við það.
Ekki er verra að ljósið er hannað úr endurvinnanlegum efnum og með fullu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Hönnuðurinn segir að ljósið hafi nánast orðið til af tilviljun þegar verið var að vinna með þrívíddarform í útklipptum pappír en þá myndaðist þetta heillandi fjaðurform.
Fallegt!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.