Það er óhætt að segja að þetta hótelherbergi sé mjög sérstakt! Eins og sjá má er nákvæmlega helmingur herbergisins úrkrotaður en það er listamaðurinn Tilt sem ber ábyrgð á veggjakrotinu litríka…
…Hótelið sem geymir þetta herbergi heitir Au Vieux Panier og er staðsett í Marselle, Frakklandi. Hvert eitt og einasta herbergi hótelsins fékk sinn eiginn listamann sem hannaði og skreytti sitt herbergi!
Mér finnst Tilt hafa staðið sig vel. Helmingur herbergisins er súper steríll og litlaut á meðan hinn helmingurinn er brjálæðislega litríkur og ‘kreisí’…þetta samspil finnst mér mynda einstaklega skrítið og skemmtilegt jafnvægi. Það sem mér finnst flottast eru svo sængurfötin en þau eru einmitt myndskreytt í stíl við herbergið….og bara helmingurinn! Það er nánast eins og herberginu hafi verið dýft í málningafötu!
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að skoða smáatriðin nánar. Myndir þú treysta þér í vikudvöl í þessu herbergi?
Myndir fengnar að láni HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.