Það er alltaf jafn skemmtilegt að rekast á flotta og sniðuga hönnun sem gerð er úr gömlum efnum eða dóti sem annars hefði endað í ruslatunnunni. Hér fyrir neðan eru þrír mismunandi hönnuðir að gera sniðuga hluti með því að endurnýta það sem flestir hefðu talið ónýtt rusl;
Gamlar bjórflöskur upp á vegg eftir Linu Eenartonyte-Auste; Þessir flottu snagar eru gerðir úr gömlum bræddum bjórflöskum. Snagarnir eru allir einstakir en þeir eru misstórir og koma í nokkrum litum. Hægt að kaupa svona fína snaga HÉR á $27.00.
Borð úr týndum púslum eftir Rubert McKelvie; Breski hönnuðurinn Rubert bjó til þetta borð úr gömlum púsluspilum sem voru ´ónýt´ vegna þess að það vantaði nokkur púsl í þau. Það kannast allir við að vera að púsla en fatta svo í lokin að það vantar tvö eða þrjú púsl en þessi snillingur ákvað að búa til borð úr þessum 4800 púslum sem hefðu annars hefðu farið sjúklega í taugarnar á einhverjum.
Skilta-stóll eftir Will Holman; Hönnuðurinn á bak við þennan stól ákvað að hanna húsgögn úr efnum sem hann fann innan tveggja kílómetra við heimili hans. Í einum leiðangri sínum fann hann gamalt umferðaskilti og viðarbúta og úr því varð þessi flotti og þægilegi stóll.
Langar þig í þinn eigin stól? HÉR kennir hann þér að smíða einn slíkan.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.