111 Navy chair er hannaður úr 111 Coca Cola plastflöskum
Hugmyndina fékk einn af útlitshönnuðum Coca Cola verksmiðjunnar og ákveðið var að endurnýta plastið í flöskunum. Yfir 3 milljónir af plastflöskum eru notaðar í þetta verkefni. Stóllinn er gríðalega vinsæll á útikaffihúsin og streyma pantanirnar inn hjá framleiðandanum.
Upprunalega er stóllinn hannaður af Emeco fyrir Bandaríska herinn 1946 úr áli en stóllinn er oft kallaður Alcatras því hann var notaður í yfirheyrslu herbergjum í Alcatras fangelsinu. Eins má sjá stólinn í mörgum glæpakvikmyndum sem sýna yfirheyrslur, fangelsi eða skrifstofur FBI.
En Coca Cola útgáfan er umhverfisvæn í fallegum litum. Grænir, rauðir, gulir og gráir.
Snilldar hugmynd frá Coca Cola risanum!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.