111 Navy chair er hannaður úr 111 Coca Cola plastflöskum
Hugmyndina fékk einn af útlitshönnuðum Coca Cola verksmiðjunnar og ákveðið var að endurnýta plastið í flöskunum. Yfir 3 milljónir af plastflöskum eru notaðar í þetta verkefni. Stóllinn er gríðalega vinsæll á útikaffihúsin og streyma pantanirnar inn hjá framleiðandanum.
Upprunalega er stóllinn hannaður af Emeco fyrir Bandaríska herinn 1946 úr áli en stóllinn er oft kallaður Alcatras því hann var notaður í yfirheyrslu herbergjum í Alcatras fangelsinu. Eins má sjá stólinn í mörgum glæpakvikmyndum sem sýna yfirheyrslur, fangelsi eða skrifstofur FBI.
En Coca Cola útgáfan er umhverfisvæn í fallegum litum. Grænir, rauðir, gulir og gráir.
Snilldar hugmynd frá Coca Cola risanum!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.