Jake Philipps er breskur hönnuður sem hefur slegið í gegn með ljósin sín sem þykja falleg, praktískt, töff fyrir heimili, skrifstofur og veitingahús.
Þau setja mikinn svip á umhverfið hvort sem notað er eitt ljós eða mörg saman. Hattarnir minna á hina bresku klassík, pípu og harðkúluhattana og í senn eru þeir nútímalegir. Ljósin eru til í svörtu en hægt er að velja um silfur eða gull inn í skerminum.
Ofurtöff og skemmtileg hönnun á ferð!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.