Mennt er máttur en það var Karim Rashid efst í huga þegar hann hannaði þessar flottu bókastoðir sem heita Knowledge in the Brain.
Bókastoðirnar eru í laginu eins og höfuð á manni með gylltum heila til að undirstrika hversu mikils virði heilinn í okkur er. Ótrúlega falleg hönnun sem ætti að sóma sér vel á hvaða heimili sem er.
Hægt er að fá þessar flottu bókastoðir á Amazon – og auðvitað fullt af bókum líka.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.