Það er fátt sem hefur eins mikil áhrif á okkur og tískan í gegnum árin og tískan á ekki bara við um fatnað, hár og förðun heldur teygir hún sig enn lengra og fer inn á heimili okkar, bifreiðar koma á markað -og detta í og úr tísku. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er tískan tengd lífi okkar dagsdaglega.
Það vilja flestir eignast falleg heimili og fylla þau af góðum minningum, skemmtilegum tímum og vel hönnuðum húsgögnum. Hér eru einmitt nokkrar flottar myndir af heimilum valdar, til að smellpassa við stíl, bakgrunn, fas og klæðnað kvennanna á myndunum.
Bleiki sófinn passar t.d. algerlega fyrir leikkonuna Audrey Hepburn og Mary Taylor Moore smellpassar inn í eldhús með appelínugulu Eames stólunum og hangandi koparljósi eftir Tom Dixon.
Ljósmyndirnar af stjörnunum eru flestar teknar 1960-1970 en það er tímabil sem augnförðun var sem mest áberandi og eyeliner-inn algerlega ómissandi. Eins og sést á myndunum eru þær flestar með eyeliner og kisuaugu, sem og er enn vinsælt í förðun nútímakonunnar.
Smelltu á myndirnar til að stækka
Myndirnar fengnar að láni hér: http://www.sfgirlbybay.com
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.