Fallega hönnuð úr hafa alla tíð heillað mig og þegar ég rakst á þetta “tik tok” úr í Eplabúðinni varð ég gjörsamlega heilluð.
Tik Tok er ekki bara armbandsúr, þetta úr er einnig hannað sem fylgihlutur fyrir iPod nano!
iPod nano er það eitt vinsælasta tækið sem Epli selur en iPodinn er nett tæki sem spilar tónlist, FM-útvarp, sýnir ljósmyndir og er með pedometer eða Nike+iPod stuðningi fyrir alla sem hlaupa.
Nú getur þú skellt iPodinum í Tik Tok úrið og þá ertu með útvarpið á hendinni, eða notað Nike+iPod stuðninginn þegar þú ferð út að hlaupa. Tik tok úrið er hannað af Scott Wilson fyrir Apple og er tilvalið tæki fyrir alla tækninörda eða fólk sem elskar flotta og skemmtilega hönnun sem vekur eftirtekt.
Tik Tok úrið fæst í epli á Laugavegi 182 og kostar 7,990.-
[vimeo]http://vimeo.com/20862520[/vimeo]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.