Stemmningin á góðum veitingastað einkennist yfirleitt ekki aðeins af tónlistinni sem þar er spiluð, gestunum eða framkomu þjónustufólks…
…stemmning ákvarðast ekki síður af flottum innréttingum sem endurspegla áherslur staðarins og því myndi maður telja ákaflega mikilvægt að vanda vel til hönnunar staðarins ef hann á ekki að lognast út af eins og reyndin virðist vera um allflesta veitingastaði sem opna, hvort sem er hér eða erlendis.
Chico’s keðjan í Finnlandi opnaði fyrst árið 1991 og hefur staðist tímans tönn en þar er framreiddur klassískur amerískur matur, hamborgarar, pönnsur, beikon og ‘the works’ en vorið 2012 opnaði einn staðanna upp á nýtt með brakandi ferskum innréttingum. Það eru hönnuðurnir hjá Amerikka Design Office Ltd. sem eiga heiðurinn að þessum flotta stað sem minnir um margt á handbragð Leifs Welding (Sushisamba, Sjávargrillið, Maður Lifandi) en hér er lögð áhersla á borgarmenningu, hlýleika og gott flæði fyrir bæði gesti og starfsmenn. Ekki er annað að sjá en að sérlega vel hafi tekist til.
Ég myndi amk fá mér hamborgara þarna.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.