Rachel Freire er hæfileikarík dama sem útskrifaðist frá Central Saint Martins skólanum árið 2006 með próf í leikhúshönnun…
Í dag hefur Rachel slegið í gegn og notið mikillar aðdáunar fyrir hönnun sína á sýningarpöllum ásamt því að stílisera fyrir leiksvið og bíómyndir, Dazed and Confuzed, söngkonuna Beth Ditto, Mutoid Waste og Burberry svo fátt eitt sé nefnt. Hún minnir ansi mikið á McQueen á hans fyrstu hönnunarárum.
Hönnun Rachel ber einnig vott af framtíðarsýn. Hún notar silkiefni, leður, bönd, plast í hönnun sinni og tekst alltaf að vera leyndardómsfull, ögrandi, kvenleg og afar tælandi. Skórnir og hárgreiðslurnar eru stórkostlegar og heildarmyndin yfirhöfuð er hin tærasta snilld.
Rachel segist vera afar hrifin af stíl söngkonunar Courtney Love, sem lítur alltaf út fyrir að vera nývöknuð eftir gott partý, eða stíl Ripley úr bíómyndinni Aliens.
“Sú kona sem getur klætt sig án þess að líta út fyrir að vera of fegurðardrottningarleg eða klæðst karlmannlegum klæðnaði en samt verið kynþokkafull eru fyrirmyndirnar… t.d. hafmeyjur -þær klæðast hárinu eingöngu”
-myndirnar eru úr nýjustu línu Rachelar haust og vetrarfatalínu 09 og segja allt sem þarf.
ljósmyndari: Ron Goldstein.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.