Í Jukkasjärvi, litlu smáþorpi í Svíþjóð, er stærsta snjóhótel í heimi.
Á hverju ári byggja þau nýtt hótel eða um leið og það byrjar að frysta. Eigendurnir fá listamenn og hönnuði alls staðar úr heiminum til að hanna eitt herbergi hver og niðurstaðan er stórkostleg! Ævintýraheimurinn sem fólk dettur inn í þegar það heimsækir þetta einstaka og fallega hótel er eflaust algjörlega ógleymanleg upplifun!
Þarna er einnig staðsett “ís-kirkja” og er hún ein af þeim allra vinsælustu fyrir brúðkaup og skírnarveislur. Það er gjörsamlega uppbókað langt fram á árið 2013 nú þegar. Hótelið er mjög vinsælt hjá veiðimönnum, en það er víst svakalegt sport að fara á 1-2 daga veiðar og gista á listaverka íshótelinu í -5 gráðum. Núna er 22 árið sem hótelið er starfrækt og leggja eigendurnir mikla áheyrslu á hönnun hótelsins ár hvert.
Það má með sanni segja að það sé ógleymanleg reynsla að gista á þessu hóteli.
Heimasíðan er http://www.icehotel.com/þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.