Trable borðið er hannað af hinum japanska Kawamura Ganjavian en hann er búsettur í London.
Borðið hefur slegið í gegn erlendis vegna fegurðar og fjölbreytileika þess. Hægt er að nota borðið eitt og sér og þá er það mjög minimalískt og fallegt. Eins er hægt að stafla nokkrum borðum saman og þá myndast eining sem hægt er að nýta sem hillusamstæðu fyrir bækur og smáhluti.
Æðisleg hönnun, falleg og fersk!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.