Svíar eru smart, það verður ekki af þeim tekið, og eru þeir þá helst þekktir fyrir úbersvala hönnun, hreinar línur og minimalisma.
Á Gamla Stan í Stokkhólmi leynist því óvæntur gimsteinn úr annari átt sem seint verður talinn sænskrar ættar. Það er veitingahúsið Le Rouge sem er innréttað eins og tjald Mahajara eða jafnvel læðist að manni sá grunur að svona hafi tilveran verið útlits í Moulin Rouge á hátindi þeirrar vafasömu “stofnunar”.
Stemmningin er sögð vera dulítið tryllt, mússíkin hávær og maturinn dásamlegur. Kokkarnir sækja innblástur sinn til Frakklands og Ítalíu og setja sitt eigið mark á eldamennskuna með flottu sænsku hráefni og Can-Can tvisti.
Staðurinn er RAUÐUR og heitur og eftir því sem ég kemst næst er þetta staðurinn til að sýna sig og sjá aðra ef þú tilheyrir fína og fallega fólkinu í Stokkhólmi. Þeir sem ekki vilja binda sig yfir kvöldverði fara þá bara á barinn, það er víst ekkert síðra.
Hönnuðirnir eru frá Stylt Trampoli AB í Gautaborg.
Le RougBrunnsgrand 2-4, Stokkhólmi
08-505 244 30
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.