Ég rakst á mynd á netinu um daginn af skemmtilegri hugmynd að tepoka.
Efst á pokanum er mynd af konu sem sést koma upp úr tekatlinum og það er eins og konan sé í heitu og notalegu tebaði. Konan í þessu tilfelli er Audrey Hepburn úr Breakfast at Tiffanys.
Ekki veit ég hvort tepokar eins og þessir eru seldir á Íslandi en ég held að það sé ekki mikið mál að föndra sjálf eitthvað þessu líkt.
Te getur verið góð tilbreyting frá kaffibollanum og kemur síður í veg fyrir svefn á kvöldin. Skemmtilegir tepokar gera daginn ennþá skemmtilegri.