Mjög litrík en samt heimilisleg hönnun á hótelinu CitizenM London Bankside í London
Lobbíið er hannað með það í huga að gestinum eigi að líða eins og heima hjá sér. Farið var aðeins út fyrir kassann og flottum fönkí fylgihlutum blandað saman ásamt skemmtilegum listaverkum. Mjög litríkt og líflegt. Virkar vel þar sem gestirnir eyða talsverðum tíma þarna með kokteil í annari eða gott tímarit og njóta lífsins.
Veitingastaðurinn er einnig mjög líflegur bæði fyrir einstaklinga eða hópa. Allt er til staðar. Morgunverðarhlaðborðið er skemmtilega hannað, en þar er notast við pasta, baunir og aðrar matvörur til að skreyta með. Mjög girnilega sett upp og virkar ansi vel.
Bretarnir eru mjög hrifnir af öllu bresku og þeir hafa skreytt sófana sína með púðum sem líta út eins og breski fáninn. Spurning hvort það er húmor eða alvara?
Garðurinn er gullfallegur og mikið lagt í að gestunum líði eins og höfðingjum á ferðalagi. Flott og lifandi hótel með einstakri nútíma hönnun!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.