Wine and Design hótelið var hannað fyrir tveimur árum í Portúgal
Húsið var byggt árið 1890 og er því söguleg bygging. Wine and Design hótelkeðjan keypti þessa frábæru eign og nú stendur eitt mesta töffarahótel okkar tíma á þessum stað. Hvert herbergi hefur sína sögu og hönnun. Herbergin heita eftir þema hvers herbergis en hér erum við með blúsherbergið, tölvuherbergið, hestaherbergið, óperuherbergið og tangóherbergið svo fátt eitt sé nefnt.
Ferlega smart hönnun hjá þeim og eflaust dásamlegt að gista þarna og fá upplifun hvers herbergis beint í æð! Eins eru þeir sérfræðingar í vínum og er borðsalurinn skreyttur vínflöskum úr öllum áttum. Njótið myndanna..þetta er tær snilld!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.