Eva María Axelsdóttir hannar afar falleg barnaföt undir nafninu Rökkva. Ég tók smá viðtal við hana um hennar nýju línu og fleira.
“Ég er búin að vera að hanna skartgripi í rúmlega þrjú ár og er með aðra síðu á Facebook sem nefnist Unique Skart. Þetta byrjaði eiginlega þannig að mig langaði í sætan púða í stofuna hjá mér og bað ömmu mína að prjóna hann fyrir mig, púðinn kom rosalega vel út þannig að við ákváðum að gera fleiri, svo vantaði mig eitthvað sætt blóm á þá og ákvað að gera eitthvað sjálf þar sem allt tilbúið skraut er svo dýrt”
“Blómið kom svo vel út að ég ákvað að gera eitthvað meira við þessa hönnun mína og úr urðu blómahálsfestar, armbönd, hárskraut o.fl”
“Þarna uppgötvaði ég að ég hafði mikla ástríðu fyrir hönnun og hef prófað mig á ýmsum sviðum í þeim efnum. Ég held að ég hafi fundið mína aðal ástríðu núna og það er að sauma og hanna barnaföt”
Segðu mér aðeins frá línunni þinni?
“Ég er nú ekki alveg búin að móta nýju línuna mína, ég hef það að markmiði að hafa fötin mjúk og þægileg þannig að lítil kríli eigi auðvelt með að skoppast í þeim. Einnig legg ég áherslu á að hafa fötin mjög vönduð og oft litrík. Mér finnst líka gaman að hanna töffaraföt, taka kannski hluta af sniði sem er kannski aðallega hugsað fyrir fullorðna og gera þau minni með mínu twisti”
“Ég hef líka mjög gaman af því að prófa nýja hluti og ég er með fullt af hugmyndum, þannig að það er erfitt að segja til um hvernig þetta muni þróast”
Áttu von á að þú munir vera með eitthvað sem komi til með að verða top seller?
“Já ég vona það að sjálfsögðu, en það er mjög erfitt að segja til um það núna þar sem ég er nýbyrjuð að gera þetta og verður bara að koma í ljós hvrnig hlutirnir þróast”
“Ég vona hinsvegar að það verði bara nokkuð gott jafnvægi því að fjölbreytnin er skemmtilegust. Ég er mestmegnis að nota lífrænt jersey, velúr og ýmiskonar bómullarefni, ég er mjög hrifin af þessum efnum. Mig langar þó seinna meir að nota fleiri tegundir af efnum, ég er mjög veik fyrir chiffoni og það væri gaman að gera einhverja hátíðarkjóla úr því seinna meir eða létta sumarkjóla og mussur”
Hér er Facebook síða fyrir þessa sætu hönnun
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.