Hér er eitthvað fyrir manninn sem á allt…
Píanóborðið er hönnun Georg Bohle en borðið er unnið úr fallegri eik og er nógu langt til að manna stóra fjölskyldu eða góðan hóp gesta í kvöldverð. Eftir matinn er hægt að koma fólkinu skemmtilega á óvart með smá píanóleik, það er að segja ef þú spilar á píanó.
Píanóborðið er selt á $6,000 dollara eða tæpar 700,000 ísl króna. Hentar því vel útrásarvíkingum sem jafnvel líka efni á píanóleikara til að halda uppi stuðinu.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.