Spánverjinn Maximo Riera er ungur og skemmtilegur hönnuður sem hannar að mestu húsgögn sem eru allt öðruvísi en öll önnur húsgögn.
Flest þeirra eru tengd dýralífinu og er það bakið á sófunum eða stólunum sem eru í dýraformi. Húsgögnin sem hann hannar hafa verið einstaklega vinsæl vestan hafs og eru þau öll framleidd eftir sérpöntun.
Nýjasta hönnun hans er sófinn Toad sofa eða froskasófinn og er bakið á sófanum í laginu eins og afturendinn á froski.
Frekar gaman að fylgjast með þessum sérstaka hönnuði…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.