Berlín er einn af heitustu stöðunum í dag og þar er þetta óvenjulega hótel The Michelberger
Hótelið er frægt fyrir sína óvenjulegu hönnun sem er einstök en það þykir mjög hipp og kúl að gista þarna. Þetta er staðurinn ef þú vilt upplifa öðruvísi hótel hönnun og eflaust rekast á einhvern frægan úr tónlistabransanum því margar sveitir gista þarna á tónleikaferðalögum sínum. Hótelið er líka tiltörulega ódýrt og mjög afslappað með reglur. Á hverju kvöldi eru líka hljómsveitir að spila og staðurinn því vinsæll sem skemmtistaður einnig.
Borðsalurinn er hannaður þannig að það eru bara löng borð og verður fólk að sitja saman og kynnast. Stólarnir eru úr öllum áttum og kemur það nokkuð vel út. Bækur og tímarit eru aðal atriðið í hönnuninni og fara þeir svo langt að líma bækur á veggina í herbergjunum frá gólfi og upp. Ljósakrónurnar í biðsalnum eru líka þaktar tímaritum og bækur og tímarit út um allt, svo nóg er af lesefni.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa hönnun annað en að hún er skemmtilega öðruvísi og eflaust gaman að kíkja þangað í helgarferð. Það yrði allavegna spennandi að sjá hverjir eru þarna og kynnast fólki allstaðar að úr heiminum.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.