Árið 2012 voru gerðar breytingar hjá höfuðstöðvum Google í Ísrael
Vinnustaðurinn er á 8 hæðum með brjáluðu útsýni yfir borg og bæ. Hver hæð hefur sitt þema og geta starfsmenn valið um margar og mismunandi fundaraðstöður til að ræða hugmyndir sínar við samstarfsfélaga sína en þemað á veggjunum vísar til auðlinda Ísraels eins og til dæmis ólífu myndaveggurinn og annar sýnir loftmynd af borginni Tel Aviv.
Eins eru þrír flottir veitingastaðir á staðnum, einn grænmetis veitingarstaður, einn með grilli og kjöti og svo þriðji sem er með létta rétti.
Útsýnið er líka nýtt til hinst ýtrasta en hægt er að njóta þess á veitingastöðunum, í ræktinni og öllum þessu flottu fundar og hvíldar aðstöðum út um allt hús.
Vinnuaðstaðan bíður líka uppá leikjasal með fótboltaspilum og tölvuleikjum. Fullbúinn íþróttasal og rennubrautir á milli hæða og nammiverslun svo eitthvað sé nefnt.
Vinnuborðin þeirra eru á sérhæð en þar eru engin fundarherbergi og ekkert sem raskar ró fólks á meðan það vinnur. Þannig að allir fá næði til að gera það sem þeir þurfa hvort sem það er að ná einbeitingu eða spjalla við samstarfsaðila á þægilegum stað. Borða góðan mat eða fara í líkamsrækt og hrista aðeins upp í sér slenið.
Þetta er klárlega vinnustaður sem ætti að fá verðlaun – ekki er þetta svona hér á Íslandi, eða við þekkjum amk engann sem vinnur við þessar aðstæður.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.