Það er alltaf svo frábært þegar hönnun og húmor rekast saman og mynda eina heild
Þessir frábæru hlutir eru gagnlegir og eins skemmtileg viðbót á hvert skrifborð
1: Öðruvísi tengdamamma. Aðeins skelfilegri skulum við vona. Listamaðurinn Jac Zagoory hannaði þessa skemmtilegu “tengdamæður” til að losa hefti úr pappír. Hægt er að nálgast eintak á Amazon
2: Þetta er einn af klósett húmornum og er auglýstur sem hin fullkomna gjöf fyrir gaurinn í þínu lífi. Bara fyndið! En hann fæst einnig á Amazon.
3: Þessi hnefi heldur á pennunum þínum og býr að þeim eiginleikum að vera með segul í bakinu á sér. Fínt fyrir minimalíska húmoristann í fjölskyldunni. Hnefinn fæst einnig á Amazon
4: Píramída andlitið er hinn fullkomni staður til að hvíla gleraugun sín á. Held það sé nánast ómögulegt að gleyma því hvar maður lét gleraugun síðast frá sér ef maður notar svona fínt andlit sem hvíldarstað. Andlitið fæst hér Uncommon Goods
5: Dead Fred pen holder heitir þessi gaur. Gerður úr plasti og til í nokkrum litum. Þessi er í uppáhaldi hjá mér..algjör snilld. Fæst einnig á Amazon.
6: Þetta er svona pulsu bréfa hundur. Ótrúlegt krútt sem geymir ástarbréfin, minnisblöðin og allt það sem þú þarft að muna eftir. Hann fæst hjá Anthropologie.
Frábærir og skemmtilegir hlutir. Tilvalnir til tækifærisgjafa líka fyrir húmoristann í þínu lífi
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.