Í Finnlandi finnst mikið af fallegri hönnun og má þá nefna einna helst Iittala merkið vinsæla sem við allar elskum.
M & A dekor er frísklegir finnskir hönnuðir sem hanna bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Þau hafa sinn sérstaka stíl sem einkennist af því að blanda nýjum og gömlum húsgögnum saman. Halda einfaldleikanum en blanda samt einum lit við til að poppa dæmið upp. Þau mála fætur á borði rauðar þar sem allt annað er hvítt og svart. Setja gulann gamlan borðsíma í stíliserað umhverfi svo hann hreinlega æpir á þig.
Gamlir myndarammar öðlast nýtt líf með skemmtilegum frösum eða ljósaseríum í kring. Barnaherbergi fá flottan sjarma með einum lit á móti þeim hvíta og svarta og velja þau oftast rauða litinn þar inn. En rauði liturinn er frekar ráðandi og kemur vel út með hinum klassísku hvíta og svarta litnum.
M & A dekor sérhæfa sig einnig í uppstillingum fyrir tímarit og húsgagnaverslanir og eru mjög vinsæl út um alla skandinavíu. Kíktu svo á Pinterest síðuna þeirra ef þig langar að sjá meira frá þeim.
Lífleg og flott nútíma hönnun á ferð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.