Pantone er heimsþekkt fyrirtæki sem vinnur með liti og númer lita
Pantone starfar fyrir hönnuði og framleiðendur og auðveldar vinnu þeirra. Með því að skrá hvern lit (og hver litur hefur sitt númer) er minni hætta á að misskilningur verði á milli hönnuða og framleiðenda þegar kemur að því að framleiða hlutina.
Á hverju ári tilnefna þeir lit ársins og í ár er það liturinn Emerald green sem varð fyrir valinu.
Einstaklega glæsilegur litur sem hefur í fjölda ár verið vinsæll í skartgripagerð enda á liturinn að þýða von. Sagt er að ef þú gefur ástinni þinni skartgrip með Emerald steini þá svíki hún þig aldrei. Einnig á liturinn að hafa róandi áhrif og þess vegna er hann vinsæll á bókasöfnum, skrifstofum og á þeim stöðum sem fólk vill hafa róandi stemningu.
Auðvitað er liturinn einnig gullfallegur á allskyns fötum og hefur hann verið vinsæll hjá fatahönnuðum í tugi ára. Svo nú er spennandi að sjá hversu mikið Emerald liturinn á eftir að sjást á sviði húsgagna, fatahönnuða og skartgripahönnuða?
Hérna má sjá nokkrar myndir af þessum fallega konunglega lit
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.