Það er hönnuðurinn Sonya Winner sem gerir þessar skemmtilegu gólfmottur sem eru bæði mjúkar, fallegar og yfirleitt brjálæðislega litríkar…
…Það var árið 2006 sem Sonya hannaði fyrstu mottuna sína sem sló heldur betur í gegn. Síðan þá hefur hún gert ótal mottur í viðbót sem er hver annari litríkari og fallegri.
Sonya leggur mikið upp úr því að nota gæðaefni en motturnar eru allar úr 100% ull eða þá ullar- og silkiblöndu. Hver og ein motta er svo unnin sem einstakt listaverk og koma með raðnúmeri þannig að eigandinn veit nákvæmlega númer hvað sín motta er.
Svakalega skemmtileg hönnun sem gæti hresst rækilega upp á hvaða heimili sem er! HÉR er svo heimasíðan hennar fyrir þá sem vilja kynna sér hönnun hennar nánar.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.