Kirkja var byggð á 13 öld og er í Maastricht, Hollandi. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér þessa sjón. Gömul kirkja sem fær algjörlega nýjan tilgang….sem bókabúð.
Arkitektarnir leyfðu upprunarlegu útliti að halda sér að mestu. Hátt er til lofts og falleg málverk prýða loftin. Innst inni í bókabúðinni er kaffihús sem er mjög skemmtilega hannað.
Já þetta er frekar spes hönnun en samt svolítið spennandi. Þessar gömlu kirkjur eru svo mikil sjarmatröll og geyma svo mikla sögu að kannski hentar einmitt best að nýta þær sem bókabúðir frekar en að láta þær standa auðar.
Myndirnar segja allt…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.