Nú er alveg að detta í 1. desember og þá hefst sko jólastuðið. Börnin fara að opna súkkulaðidagatölin sín, jóladagatal sjónvarpsins, margir eru búnir að kaupa sér 24 bjóra til að opna fram að aðfangadegi og jólasveinarnir fara bráðum að skríða niður af fjöllum.
Það er hefð hjá Garnstudio og birta Jóladagatal DROPS en fyrir prjóna- og heklurófur er þetta dagatal stórsniðugt ef manni langar að föndra eitthvað jólalegt næstu 24 dagana, en á hverjum degi opnast einn dagur og ný prjóna- eða hekluppskrift er opinberuð.
Ef þú ert með prjónaputta og langar að föndra eitthvað sniðugt um jólin, þá er Jóladagatal DROPS málið fyrir þig!
Þetta var gert í fyrra…
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.