Sænska hönnunartvíeykið Jimmie Martin, samanstendur af tveimur mönnum, þeim Jimmie og Martin.
Þeir eru mest í endurnýtingu og endurvinnslu; taka gömul húsgögn og breyta þeim en þetta byrjaði allt þegar þeir voru sjálfir í hönnunarnámi í London og síflytjandi á milli íbúða.
Eins og margir sem hafa verið erlendis í námi kannast við þá þarf oft að finna húsgögn og beita ráðum og hugmyndaflugi þegar verið er að gera fínt hjá sér.
Þegar strákarnir tóku eftir því að úrræði þeirra vöktu jákvæða athygli þá lögðu þeir einfaldlega grunninn að sinni hönnunarstefnu og heimspeki.
Þeir Jimmie og Martin eru geysivinsælir hjá poppurum og fleirum í skemmtanabransanum enda hefur konseptið þeirra verið kennt við pönk, kitch, rokk og rokókó revival.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.